Skilmálar

Eigandi þessarar síðu er Sérlausnir ehf, kt. 610512-0620 með VSK númer 111058. Veittar upplýsingar um vörur og þjónustu á þessari síðu eru gefnar með fyrirvara um innsláttarvillur, röng verð, rangar myndir, lagerstöðu og framsetningu á síðu.

Uppgefin verð á síðu eru með virðisauka. Öll verð geta breyst án fyrirvara.

Ef vara er uppseld eða hefur verið pöntuð fyrr af öðrum kaupanda þá áskilur Sérlausnir ehf. sér rétt til að aflýsa sölu í heild eða að hluta og endurgreiða upphæðina. Ef pöntun, sem ekki er send til viðskiptavinar, er ekki sótt innan viku frá staðfestingu hennar áskiljum við okkur rétt til að ógilda pöntunina.

Allar vörur seldar af Sérlausnum ehf. eru eign seljanda þar til kaupverð hefur verið greitt að fullu, það gildir einnig um reikningsviðskipti.

Fyrir allar sendingar gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar viðkomandi flutningsaðila.

Vöruskil / Afturkallanir / Afpantanir

Réttur til að hætta við kaup

Viðskiptavinur hefur rétt til að hætta við kaup innan 14 daga frá afhendingu vöru, í samræmi við lög um neytendakaup og lög um neytendasamninga. Til að nýta réttinn þarf viðskiptavinur að senda skýra tilkynningu í tölvupósti á netfangið serlausnir@serlausnir.is eða afhenda í hendur starfsmanna Sérlausna.

Skilyrði fyrir skila- og afpöntunarrétti

Til að fá endurgreiðslu skal varan:

  • vera ónotuð og í sama ástandi og við móttöku.
  • vera í upprunalegum umbúðum (ef við á).
  • ekki hafa verið sérsniðin eða framleidd sérstaklega samkvæmt óskum viðskiptavinar, þar sem slíkum vörum er ekki hægt að skila.

Afgreiðsla á afpöntun / afturköllun / vöruskilum

Þegar tilkynning um afpöntun hefur borist staðfestir Sérlausnir móttöku með tölvupósti. Endurgreiðsla fer fram innan 14 daga frá því að varan berst aftur eða sönnun fæst um að hún hafi verið send.

Endurgreiðslur

Endurgreiðsla er framkvæmd með sama greiðslumáta og notaður var við kaupin nema um annað hafi verið samið. Sendingarkostnaður er endurgreiddur að hluta eða öllu leyti í samræmi við lög og skilmála. Viðskiptavinur ber kostnað af endursendingu vöru nema um galla eða mistök seljanda sé að ræða.

Undantekningar

Eftirfarandi vörur eru almennt undanþegnar skila- og afpöntunarrétti:

  • rafrænar vörur eða niðurhalsefni sem afhent hefur verið og virkjun hefur átt sér stað.
  • vörur sem eyðileggjast eða renna út fljótt.
  • innsiglaðar hreinlætis- og snyrtivörur sem hafa verið opnaðar.

Afpöntun áður en vara er send

Sé pöntun ekki farin í afgreiðslu er hægt að óska eftir afpöntun án aukakostnaðar. Þegar vara hefur verið send gilda almennir skila- og afpöntunarskilmálar.

Ábyrgð

Almennt veitir Sérlausnir 2 ára ábyrgð til einstaklinga og fyrirtækja frá söludegi en ýmsar vörur geta haft lengri ábyrgð og er hún þá tekin fram sérstaklega á sölureikningi. Ábyrgð gildir ekki um eðlilegt slit eða nýtingu hlutar með sem hefur takmarkaðan notkunartíma.

Ábyrgð fellur úr gildi ef ábyrgðarinnsigli eru rofin, breytingar hafa verið gerðar á vöru af þriðja aðila eða vara hefur hlotið meðferð eða vanrækslu sem er til þess fallin að valda skemmdum á henni og/eða stytta endingu vöru umfram það sem eðlilegt getur talist.

Gögn og hugbúnaðaruppsetningar af hendi viðskiptavinar falla ekki undir ábyrgð þessa. Við hvetjum eindregið til þess að tekið sé afrit af mikilvægum gögnum reglulega. Afleitt tjón af bilunum, svo sem töpuð gögn, tapaður hagnaður, tapaður vinnutími sem og skemmdir af völdum annara hluta sem ekki eru í ábyrgð hjá Sérlausnum ehf, fellur ekki undir þessa ábyrgð. Allar ábyrgðarviðgerðir fara fram á verkstæði Sérlausna nema að um annað sé samið sérstaklega.

Til að virkja ábyrgð vegna bilunar eða galla þarf að hafa samband við Sérlausnir innan ábyrgðartíma og skal vöru komið í hendur starfsmanna Sérlausna til staðfestingar á bilun tafarlaust. Ef bilun eða galli er staðfest(ur) er framkvæmd viðgerð þegar það er mögulegt, vöru skipt út fyrir sambærilega eða betri vöru eða endurgreidd eftir atvikum.

Persónuvernd

Sérlausnir safnar aðeins þeim persónuupplýsingum sem nauðsynlegar eru til að sinna lögmætri vinnslu bókhalds, ábyrgð á seldum hlutum og skilvirkri þjónustu við viðskiptavini.

Með því að búa til notendaaðgang á síðu okkar samþykkir viðkomandi umrædda notkun á þessum gögnum til samskipta, vörusendinga, bókhalds, ráðlegginga og meðferð ábyrgðarmála.

Gögnin sem um ræðir eru kennitölur, nöfn, notendanöfn, heimilisföng, símanúmer, tölvupóstföng, tölvupóstsamskipti, bankaupplýsingar í tilfelli endurgreiðslu, viðskiptasaga og verkbókhaldsskýrslur. Viðkvæmar greiðsluupplýsingar fara ávallt í gegnum öruggar vefsíður viðkomandi greiðslumiðlana þar sem notast er við SSL tengingar

Gögn eru ekki afhent þriðja aðila án samþykkis viðkomandi nema þau sem eru aðgengileg í opinberum gagnabönkum og þá aðeins til að uppfylla þjónustu við viðskiptavini svo sem sendingu á vöru.

Lög og varnarþing

Samningssamband Sérlausna ehf við viðskiptamenn sína fellur undir íslensk lög. Ber þar sérstaklega að nefna lög nr. 16/2016 um neytendasamninga og nr. 48/2003 um neytendakaup sem þessir skilmálar eru unnir eftir. Komi til ágreinings sem ekki tekst að leysa getur viðskiptavinur leitað til Kærunefndar vöru – og þjónustukaupa, Borgartúni 29, 105 Reykjavík https://kvth.is , einnig getur ágreiningur verið rekinn fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur – Austurstræti 19, 101 Reykjavík. Ef einhver ákvæði skilmála þessara eða samnings aðila eru í andstöðu við lög og reglur sem um þá gilda eða ef slík ákvæði eru dæmd ógild af dómstóli sem hefur lögsögu yfir samningsaðilum, skulu slík samningsákvæði umorðuð á þann veg að sem minnst röskun verði á upphaflegum tilgangi samningsaðilanna innan ramma viðkomandi laga og dómsúrlausna, og skulu öll ákvæði skilmálanna og/eða samnings aðila að öðru leyti halda fullu gildi.

Greiðslumöguleikar

Sérlausnir ehf. taka við greiðslum á eftirfarandi hátt:

  • Peningum
  • Millifærslum
  • Debet og kreditkortum